Einhver

Við vorum jörðin og sólin og mars
Upphafið, endirinn, tilgangur alls
Ég fann mig hjá þér
Eg fann mig hjá þér

Fjarlægðin gerir þig ókunnugan
Með einni setningu breyttist svo margt
Og veit ekki hver
Ég er fyrir þér
Er fyrir þér

Er ég bara einhver
Sem að þú kannast aðeins við
Og kaldur kinkar kolli til
Á förnum vegi ef til vill
Bara einhver
Fölnuð ljósmynd í albúmi
Farþegi úr fortíðinni
Einhver sem sögunni heyrir til
Bara einhver

Erum við minning sem bankar uppá
heimsækjum hvort annað í draumum og þrám
Sú tilhugsun er
Svo raunveruleg

Í annarri tímalínu dönsum við
Hvort við annað út í gegnum lífið
Og enginn sér til
Og við erum við
Já við erum ennþá við